Forseti Grikklands kominn til landsins 5. júlí 2006 22:56 Karolos Papoulias og eiginkona hans, May Papoulia, lentu í nepjunni á Reykjavíkurflugvelli á sjötta tímanum í dag. MYND/NFS Forseti Grikklands kom í opinbera heimsókn til Íslands í dag. Hann mun ekki munda veiðistöng í heimsókn sinni líkt og fyrrverandi Bandaríkjaforseti, en er þó afreksmaður þegar kemur að annars konar stöng. Karolos Papoulias og eiginkona hans, May Papoulia, lentu í nepjunni á Reykjavíkurflugvelli á sjötta tímanum í dag. Heimsóknin hefst hins vegar ekki að nafninu til fyrr en í fyrramálið með hátíðlegri móttökuathöfn á Bessastöðum þar sem Papoulias mun ræða við forseta Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson, og munu forsetarnar svo ræða við fréttamenn að loknum fundi sínum. Frá Bessastöðum halda grísku forsetahjónin í Þjóðminjasafnið en þau munu svo snæða hádegisverð í Höfða í boði Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra þar sem Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður mun flytja erindi um sóknarfæri í evrópsku viðskiptalífi. Eftir hádegi er för forsetahjónanna svo heitið til Suðurnesja þar sem þau munu meðal annars kynna sér saltfisksverkun og Hitaveitu Suðurnesja. Annað kvöld sitja þau svo hátíðarkvöldverð á Bessastöðum í boði íslensku forsetahjónanna. Papoulias er 77 ára að aldri og er lögfræðingur að mennt. Hann átti meðal annars sæti á gríska þinginu í 27 ár og var utanríkisráðherra Grikklands í tvígang, fyrst frá 1985 til 1990 og svo frá ´93 til ´96. Hann var svo kjörinn forseti landsins með miklum yfirburðum árið 2004. Ekki fer mörgum sögum af laxveiðiáhuga forsetans líkt og í tilviki George Bush eldri, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem kom hingað til lands í gær. Hins vegar má geta þess að Papoulias hefur getið sér gott orð fyrir færni sína með annars konar stöng því hann er fyrrverandi Grikklandsmeistari í stangarstökki. Heimsókn Grikklandsforseta lýkur á föstudagskvöld með kvöldverði í boði sendiherra Grikklands á Íslandi. Forsetinn fer svo af landi brott á laugardagsmorgun. Fréttir Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Forseti Grikklands kom í opinbera heimsókn til Íslands í dag. Hann mun ekki munda veiðistöng í heimsókn sinni líkt og fyrrverandi Bandaríkjaforseti, en er þó afreksmaður þegar kemur að annars konar stöng. Karolos Papoulias og eiginkona hans, May Papoulia, lentu í nepjunni á Reykjavíkurflugvelli á sjötta tímanum í dag. Heimsóknin hefst hins vegar ekki að nafninu til fyrr en í fyrramálið með hátíðlegri móttökuathöfn á Bessastöðum þar sem Papoulias mun ræða við forseta Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson, og munu forsetarnar svo ræða við fréttamenn að loknum fundi sínum. Frá Bessastöðum halda grísku forsetahjónin í Þjóðminjasafnið en þau munu svo snæða hádegisverð í Höfða í boði Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra þar sem Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður mun flytja erindi um sóknarfæri í evrópsku viðskiptalífi. Eftir hádegi er för forsetahjónanna svo heitið til Suðurnesja þar sem þau munu meðal annars kynna sér saltfisksverkun og Hitaveitu Suðurnesja. Annað kvöld sitja þau svo hátíðarkvöldverð á Bessastöðum í boði íslensku forsetahjónanna. Papoulias er 77 ára að aldri og er lögfræðingur að mennt. Hann átti meðal annars sæti á gríska þinginu í 27 ár og var utanríkisráðherra Grikklands í tvígang, fyrst frá 1985 til 1990 og svo frá ´93 til ´96. Hann var svo kjörinn forseti landsins með miklum yfirburðum árið 2004. Ekki fer mörgum sögum af laxveiðiáhuga forsetans líkt og í tilviki George Bush eldri, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem kom hingað til lands í gær. Hins vegar má geta þess að Papoulias hefur getið sér gott orð fyrir færni sína með annars konar stöng því hann er fyrrverandi Grikklandsmeistari í stangarstökki. Heimsókn Grikklandsforseta lýkur á föstudagskvöld með kvöldverði í boði sendiherra Grikklands á Íslandi. Forsetinn fer svo af landi brott á laugardagsmorgun.
Fréttir Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira