Hafa aðeins mæst einu sinni áður 25. júní 2006 13:48 England og Ekvador hafa aðeins einu sinni áður mæst. Það var vináttuleikur, fyrir HM 1970, sem England sigraði 2-0. Liðin leika í 16 liða úrslitum HM í dag og hefst leikurinn klukkan 15. Sýnt verður beint frá viðureigninni í Sýn. England: Englendingar eru að taka þátt á HM í 12. sinn. Englendingar hafa verið slegnir út á HM af liðum frá Suður Ameríku 5 sinnum. Enska landsliðið hefur ekki tapað leik síðan það tapaði fyrir Norður Írum í September 2005. Englendingar hafa ekki tapað leik þegar Peter Crouch hefur verið inná. Þegar Peter Crouch hefur spilað hafa þeir unnið 8 leiki og gert 1 jafntefli. Crouch hefur skorað sex mörk í þessum leikjum. Theo Walcott gæti orðið næstyngsti leikmaðurinn til þess að spila á HM fái hann tækifæri. Walcott er 17 ára og 101 dags gamall í dag og þar með 60 dögum eldri en Norman Whiteside var þegar hann spilaði á HM. Skori Walcott í leiknum þá slær hann met Pele, en Pele var 17 ára og 239 daga gamall þegar hann skoraði fyrsta landsliðsmark sitt. Rio Ferdinand er orðinn klár og er búist við því að hann byrji inná í 4-1-4-1 kerfi sem Eriksson ætlar að nota í dag með Micael Carrick fyrir framan vörnina. Búist er við því að Owen Hargreaves komi inn í hægri bakvörðinn fyrir Jamie Carragher. Ekvador: Ekvador liðið tók fyrst þátt á HM árið 2002 og komust þeir þá ekki upp úr sínum riðli. Ekvador hvíldi nokkra lykilmenn í lokaleik riðlakeppninnar gegn Þýskalandi og ættu leikmenn því að vera úthvíldir fyrir leikinn í dag. Agustin Delgado er markahæstur í Ekvador liðinu á HM með 3 mörk. Byrjunarliðin: England: Robinson, Hargreaves, Terry, Ferdinand, Ashley Cole, Beckham, Carrick, Gerrard, Lampard, Joe Cole, Rooney.Varamenn: James, Campbell, Bridge, Carragher, Carson, Crouch, Downing, Jenas, Lennon, Neville, Walcott.Ekvador: Mora, De la Cruz, Hurtado, Espinoza, Reasco, Valencia, Edwin Tenorio, Castillo, Mendez, Delgado, Carlos Tenorio.Varamenn: Villafuerte, Ambrossi, Ayovi, Benitez, Borja, Guagua, Kaviedes, Lanza, Lara, Perlaza, Saritama, Urrutia.Dómari: Frank De Bleeckere frá Belgíu. Erlendar Fótbolti Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
England og Ekvador hafa aðeins einu sinni áður mæst. Það var vináttuleikur, fyrir HM 1970, sem England sigraði 2-0. Liðin leika í 16 liða úrslitum HM í dag og hefst leikurinn klukkan 15. Sýnt verður beint frá viðureigninni í Sýn. England: Englendingar eru að taka þátt á HM í 12. sinn. Englendingar hafa verið slegnir út á HM af liðum frá Suður Ameríku 5 sinnum. Enska landsliðið hefur ekki tapað leik síðan það tapaði fyrir Norður Írum í September 2005. Englendingar hafa ekki tapað leik þegar Peter Crouch hefur verið inná. Þegar Peter Crouch hefur spilað hafa þeir unnið 8 leiki og gert 1 jafntefli. Crouch hefur skorað sex mörk í þessum leikjum. Theo Walcott gæti orðið næstyngsti leikmaðurinn til þess að spila á HM fái hann tækifæri. Walcott er 17 ára og 101 dags gamall í dag og þar með 60 dögum eldri en Norman Whiteside var þegar hann spilaði á HM. Skori Walcott í leiknum þá slær hann met Pele, en Pele var 17 ára og 239 daga gamall þegar hann skoraði fyrsta landsliðsmark sitt. Rio Ferdinand er orðinn klár og er búist við því að hann byrji inná í 4-1-4-1 kerfi sem Eriksson ætlar að nota í dag með Micael Carrick fyrir framan vörnina. Búist er við því að Owen Hargreaves komi inn í hægri bakvörðinn fyrir Jamie Carragher. Ekvador: Ekvador liðið tók fyrst þátt á HM árið 2002 og komust þeir þá ekki upp úr sínum riðli. Ekvador hvíldi nokkra lykilmenn í lokaleik riðlakeppninnar gegn Þýskalandi og ættu leikmenn því að vera úthvíldir fyrir leikinn í dag. Agustin Delgado er markahæstur í Ekvador liðinu á HM með 3 mörk. Byrjunarliðin: England: Robinson, Hargreaves, Terry, Ferdinand, Ashley Cole, Beckham, Carrick, Gerrard, Lampard, Joe Cole, Rooney.Varamenn: James, Campbell, Bridge, Carragher, Carson, Crouch, Downing, Jenas, Lennon, Neville, Walcott.Ekvador: Mora, De la Cruz, Hurtado, Espinoza, Reasco, Valencia, Edwin Tenorio, Castillo, Mendez, Delgado, Carlos Tenorio.Varamenn: Villafuerte, Ambrossi, Ayovi, Benitez, Borja, Guagua, Kaviedes, Lanza, Lara, Perlaza, Saritama, Urrutia.Dómari: Frank De Bleeckere frá Belgíu.
Erlendar Fótbolti Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira