Fótbolti

Lehmann ánægður að sleppa við England

Jens Lehmann, markvörður Þjóðverja er ánægður með að þurfa ekki að mæta Englendingum í 16-liða úrslitum HM. Þjóðverjar mæta Svíum.

"Fyrir mig sem leikmann sem spilar á Englandi eru þetta léttir. Ég á heima þarna og ég á marga góða vini sem eru Englendingar og þetta mundi verða yfirþyrmandi. Hvað okkur varðar þá erum við fullir sjálfstrausts og við vitum hvað við getum. Við vitum hvaða skildu við höfum í þessari keppni og við viljum og ætlum að þóknast öllum," sagði Lehmann






Fleiri fréttir

Sjá meira


×