Fótbolti

HM leikir dagsins

Það eru þrír leikir á dagskrá á HM í dag. Fjörið byrjar klukkan 13.00 en þá leika Portúgal og Íran í D-riðli. Portúgalir tryggja sér áframhaldandi þátttöku með sigir en Íranir jafna þá að stigum með sigri og þá ráðast úrslitin í riðlinum ekki fyrr en á miðvikudag.

Klukkan 16.00 mætast svo Tékkar og Gana en liðin leika í E-riðli. Tékkar geta tryggt sér sæti í undanriðlum með sigri en fari svo að Gana sigri er riðilinni í uppnámi.

Kvöldleikurinn er svo viðureign Ítalíu og Bandaríkjamanna í E-rðili. Allt þetta og miklu meira á Sýn í dag. Svo má ekki gleyma hinum frábæra þætti 4-4-2 þar sem Heimir Karls og Þorsteinn Joð fara yfir leiki dagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×