Böðullinn hættir á toppnum 11. júní 2006 14:03 Bernard Hopkins (t.v.) tók Tarver í kennslustund í hnefaleikum í beinni á Sýn í nótt NordicPhotos/GettyImages Ekki verður annað sagt en að "Böðullinn" Bernard Hopkins hafi ákveðið að hætta hnefaleikaiðkun á toppnum, því í nótt tók hann Antonio Tarver í sannkallaða kennslustund í hringnum og tryggði sér IBO-titilinn í léttþungavigt. Hopkins er 41 árs gamall og fyrrum óumdeildur konungur millivigtarinnar, en hann hafði lítið fyrir því að fara upp um þyngdarflokk og rúlla andstæðingi sínum upp. Hinn örvhenti Tarver átti aldrei möguleika gegn frískum Hopkins, sem virtist ekki hafa tapað neinu af snerpu sinni þrátt fyrir aukna þyngd, aldur og fyrri störf. Bardagaáætlun hans var óaðfinnanleg og Tarver viðurkenndi einfaldlega algjöran ósigur. "Mér hefur alltaf gengið vel gegn örvhentum boxurum og því vissi ég að ég hefði góða möguleika," sagði Hopkins, sem var drjúgur með sig fyrir bardagann og sagðist luma á áætlun sem myndi færa honum auðveldan sigur. Það átti líka eftir að koma á daginn. "Tarver er hörku boxari og hann er höggþungur, en ég vissi nákvæmlega hvað ég var að gera og gaf honum einfaldlega aldrei færi á mér eins og Roy Jones gerði á sínum tíma," sagði Böðullinn, sem var þegar búinn að gefa það út að þetta yrði hans síðasti bardagi. "Ég hef alltaf sagt að ég ætlaði að komast í sögbækurnar í millivigtinni og þyngja mig þvínæst og berjast við sigurvegarann úr bardaga Roy Jones jr og Antonio Tarver - nú er ég búinn að því." sagði þessi frábæri hnefaleikari, sem þó útilokaði ekki að snúa aftur í hringinn, en það yrði þá að vera fyrir gríðarlega peningaupphæð. Tarver, sem kemur meðal annars fram í væntanlegri sjöttu bíómynd Sylvester Stallone um hnefaleikahetjuna Rocky, játaði algjöran ósigur sinn eftir bardagann. "Þetta var einfaldlega ekki minn dagur. Stundum er þetta bara svona, ég var ekki nógu ferskur og því fór sem fór. Ég tek þó ekkert af Bernard Hopkins - hann er sannur meistari." Box Erlendar Íþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sjá meira
Ekki verður annað sagt en að "Böðullinn" Bernard Hopkins hafi ákveðið að hætta hnefaleikaiðkun á toppnum, því í nótt tók hann Antonio Tarver í sannkallaða kennslustund í hringnum og tryggði sér IBO-titilinn í léttþungavigt. Hopkins er 41 árs gamall og fyrrum óumdeildur konungur millivigtarinnar, en hann hafði lítið fyrir því að fara upp um þyngdarflokk og rúlla andstæðingi sínum upp. Hinn örvhenti Tarver átti aldrei möguleika gegn frískum Hopkins, sem virtist ekki hafa tapað neinu af snerpu sinni þrátt fyrir aukna þyngd, aldur og fyrri störf. Bardagaáætlun hans var óaðfinnanleg og Tarver viðurkenndi einfaldlega algjöran ósigur. "Mér hefur alltaf gengið vel gegn örvhentum boxurum og því vissi ég að ég hefði góða möguleika," sagði Hopkins, sem var drjúgur með sig fyrir bardagann og sagðist luma á áætlun sem myndi færa honum auðveldan sigur. Það átti líka eftir að koma á daginn. "Tarver er hörku boxari og hann er höggþungur, en ég vissi nákvæmlega hvað ég var að gera og gaf honum einfaldlega aldrei færi á mér eins og Roy Jones gerði á sínum tíma," sagði Böðullinn, sem var þegar búinn að gefa það út að þetta yrði hans síðasti bardagi. "Ég hef alltaf sagt að ég ætlaði að komast í sögbækurnar í millivigtinni og þyngja mig þvínæst og berjast við sigurvegarann úr bardaga Roy Jones jr og Antonio Tarver - nú er ég búinn að því." sagði þessi frábæri hnefaleikari, sem þó útilokaði ekki að snúa aftur í hringinn, en það yrði þá að vera fyrir gríðarlega peningaupphæð. Tarver, sem kemur meðal annars fram í væntanlegri sjöttu bíómynd Sylvester Stallone um hnefaleikahetjuna Rocky, játaði algjöran ósigur sinn eftir bardagann. "Þetta var einfaldlega ekki minn dagur. Stundum er þetta bara svona, ég var ekki nógu ferskur og því fór sem fór. Ég tek þó ekkert af Bernard Hopkins - hann er sannur meistari."
Box Erlendar Íþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sjá meira