Innlent

Eldur kviknaði út frá standlampa

Eldur kom upp í íbúðarhúsi í Biskupstungum á tíunda tímanum í kvöld. Lögreglumaður, sem var á frívakt var í nágrenninu, brást skjótt við og náði að slökkva eldinn sem var minniháttar. Nokkur börn voru heimavið þegar eldurinn kviknaði en þau sakaði ekki. Brunavarnir Árnessýslu í Biskupstungum voru síðan kallaðar út til að reykræsta. Talið er að eldur hafi kviknað út frá standlampa sem staðsettur var í risi hússins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×