Seinna markið var algjör heppni hjá mér 15. maí 2006 19:45 Steven Gerrard viðurkennir að hann hafi verið með heilladísirnar á sínu bandi þegar hann skoraði draumamarkið í úrslitaleik enska bikarsins um helgina NordicPhotos/GettyImages Steven Gerrard hefur viðurkennt að draumamark hans í úrslitaleik enska bikarsins gegn West Ham um helgina hafi verið byggt á mikilli heppni, því hann hafi ekki miðað knettinum þangað sem hann á endanum söng í netmöskvunum. Hvað sem því líður er nokkuð víst að enginn á eftir að gleyma þessum sögulega þrumufleyg fyrirliðans. "Ég var gjörsamlega búinn á því á þessum tímapunkti í leiknum og skömmu áður hafði ég tekið aukaspyrnu sem nánast flaug út fyrir leikvanginn. Ég verð að viðurkenna að ég miðaði nú ekki í þetta horn þegar ég tók spyrnuna, en ég vissi að boltinn færi á markið því ég hitti hann svo vel. Ég hitti boltann vel eftir góða sendingu í fyrra markinu, en það síðara var heppni hjá mér," sagði Gerrard og bætti við að framlengingin hefði verið leikmönnum Liverpool mikil þolraun. "Við biðum hreinlega eftir því að flautað yrði af, því það var engu líkara en við værum að spila fimm þarna inni á vellinum og menn hrundu í grasið með krampa hver af öðrum. Við lærðum það hinsvegar eftir úrslitaleikinn í meistaradeildinni í fyrra að þó maður lendi undir, er leikurinn ekki búinn fyrr en flautað hefur verið af og sú reynsla kom sér sannarlega vel þarna. Þegar svo Reina varði glæsilega frá West Ham í framlengingunni, fannst okkur sem við ættum möguleika á að sigra. Við gerum mikið af því að æfa vítakeppnir á æfingum og þar hef ég kynnst því hvað er erfitt að skora hjá Reina. Við höfðum fulla trú á honum í vítakeppninni og hann stóð fyllilega undir því," sagði Gerrard, sem fór þess á leit við Benitez að fá að taka fyrstu spyrnuna í vítakeppninni. Honum var hinsvegar skipað að taka þriðju spyrnuna og náði hann að skora úr henni. "Ég reyndi bara að spyrna eins fast og ég gat og hitta á rammann." Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Sjá meira
Steven Gerrard hefur viðurkennt að draumamark hans í úrslitaleik enska bikarsins gegn West Ham um helgina hafi verið byggt á mikilli heppni, því hann hafi ekki miðað knettinum þangað sem hann á endanum söng í netmöskvunum. Hvað sem því líður er nokkuð víst að enginn á eftir að gleyma þessum sögulega þrumufleyg fyrirliðans. "Ég var gjörsamlega búinn á því á þessum tímapunkti í leiknum og skömmu áður hafði ég tekið aukaspyrnu sem nánast flaug út fyrir leikvanginn. Ég verð að viðurkenna að ég miðaði nú ekki í þetta horn þegar ég tók spyrnuna, en ég vissi að boltinn færi á markið því ég hitti hann svo vel. Ég hitti boltann vel eftir góða sendingu í fyrra markinu, en það síðara var heppni hjá mér," sagði Gerrard og bætti við að framlengingin hefði verið leikmönnum Liverpool mikil þolraun. "Við biðum hreinlega eftir því að flautað yrði af, því það var engu líkara en við værum að spila fimm þarna inni á vellinum og menn hrundu í grasið með krampa hver af öðrum. Við lærðum það hinsvegar eftir úrslitaleikinn í meistaradeildinni í fyrra að þó maður lendi undir, er leikurinn ekki búinn fyrr en flautað hefur verið af og sú reynsla kom sér sannarlega vel þarna. Þegar svo Reina varði glæsilega frá West Ham í framlengingunni, fannst okkur sem við ættum möguleika á að sigra. Við gerum mikið af því að æfa vítakeppnir á æfingum og þar hef ég kynnst því hvað er erfitt að skora hjá Reina. Við höfðum fulla trú á honum í vítakeppninni og hann stóð fyllilega undir því," sagði Gerrard, sem fór þess á leit við Benitez að fá að taka fyrstu spyrnuna í vítakeppninni. Honum var hinsvegar skipað að taka þriðju spyrnuna og náði hann að skora úr henni. "Ég reyndi bara að spyrna eins fast og ég gat og hitta á rammann."
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Sjá meira