Auðveldur sigur Detroit 10. maí 2006 11:15 Rasheed Wallace skoraði 29 stig og hirti 9 fráköst í fyrirhafnarlitlum sigri Detroit í öðrum leiknum við Cleveland í nótt NordicPhotos/GettyImages Ógnarsterkt lið Detroit Pistons virðist til alls líklegt í úrslitakeppni NBA í ár og í gærkvöld valtaði liðið öðru sinni yfir Cleveland Cavaliers 97-91, þó gestirnir hafi náð að laga stöðuna til muna undir lokin vegna einbeitingarleysis leikmanna Detroit. Staðan í einvíginu er því orðin 2-0 fyrir Detroit. Eftir að jafnræði var með liðunum framan af fyrsta leikhlutanum í gær, fóru heimamenn í Detroit loks í fluggírinn og gerðu fljótlega út um leikinn. Ungstirnið LeBron James var í strangri gæslu í fyrri hálfleiknum og útlit fyrir annan stórsigur Detroit. Cleveland náði að gera leikinn áhugaverðan undir lokin þar sem James skoraði 23 af 30 stigum sínum, en heimamenn gerðu það sem þeir þurftu til að klára leikinn og ljóst að Cleveland þarf á engu minna en kraftaverki að halda til að ná einhverju út úr einvíginu sem heldur áfram í Cleveland á laugardagskvöldið. Cleveland-liðið virtist fljótlega missa sig í örvæntingu þegar heimamenn náðu öruggri forystu og tók Mike Brown þjálfari liðsins til þess ráðs að brjóta á Ben Wallace við hvert tækifæri og senda hann á vítalínuna, en Wallace er skelfileg vítaskytta. "Ég hef áður séð lið reyna svona neyðarúrræði til að reyna að hægja á okkur, en aldrei áður í fyrri hálfleik. Við vorum dálítið hissa á þessu, en það er skiljanlegt að ungur þjálfari reyni svona lagað gegn þaulreyndu liði eins og okkur í þeirri von að drepa niður flæðið," sagði Chauncey Billups hjá Detroit. "Ég vildi ekki eyða öllum leikhléunum mínum of snemma og datt því í hug að reyna þetta. Ég var bara að reyna að hjálpa liðinu mínu að stöðva blæðinguna," sagði Brown. Svo virtist sem leikmönnum Detroit hefði farið að leiðast undir lok leiksins, því liðið slakaði á í varnarleiknum og þá var ekki að sökum að spyrja - LeBron James tók mikla rispu og skyndilega var orðinn fræðilegur möguleiki fyrir Cleveland að ná einhverju út úr leiknum. Heimamenn tóku þá létta rispu og gerðu fljótlega út um leikinn. "Það vill auðvitað enginn þjálfari kannast við hugtök eins og að taka rispu, en það er nú einu sinni þannig með þetta lið okkar - leikmenn okkar geta kveikt neistann og gert út um leiki á stuttum tíma," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. LeBron James skoraði 30 stig, hirti 14 fráköst og átti 7 stoðsendingar fyrir Cleveland og Drew Gooden skoraði 17 stig og hirti 8 fráköst. Rasheed Wallace skoraði 29 stig og hirti 9 fráköst hjá Detroit, Tayshaun Prince skoraði 20 stig, Rip Hamilton skoraði 17 stig, þar af 15 á vítalínunni og Chauncey Billups skoraði 15 stig og gaf 7 stoðsendingar. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Sjá meira
Ógnarsterkt lið Detroit Pistons virðist til alls líklegt í úrslitakeppni NBA í ár og í gærkvöld valtaði liðið öðru sinni yfir Cleveland Cavaliers 97-91, þó gestirnir hafi náð að laga stöðuna til muna undir lokin vegna einbeitingarleysis leikmanna Detroit. Staðan í einvíginu er því orðin 2-0 fyrir Detroit. Eftir að jafnræði var með liðunum framan af fyrsta leikhlutanum í gær, fóru heimamenn í Detroit loks í fluggírinn og gerðu fljótlega út um leikinn. Ungstirnið LeBron James var í strangri gæslu í fyrri hálfleiknum og útlit fyrir annan stórsigur Detroit. Cleveland náði að gera leikinn áhugaverðan undir lokin þar sem James skoraði 23 af 30 stigum sínum, en heimamenn gerðu það sem þeir þurftu til að klára leikinn og ljóst að Cleveland þarf á engu minna en kraftaverki að halda til að ná einhverju út úr einvíginu sem heldur áfram í Cleveland á laugardagskvöldið. Cleveland-liðið virtist fljótlega missa sig í örvæntingu þegar heimamenn náðu öruggri forystu og tók Mike Brown þjálfari liðsins til þess ráðs að brjóta á Ben Wallace við hvert tækifæri og senda hann á vítalínuna, en Wallace er skelfileg vítaskytta. "Ég hef áður séð lið reyna svona neyðarúrræði til að reyna að hægja á okkur, en aldrei áður í fyrri hálfleik. Við vorum dálítið hissa á þessu, en það er skiljanlegt að ungur þjálfari reyni svona lagað gegn þaulreyndu liði eins og okkur í þeirri von að drepa niður flæðið," sagði Chauncey Billups hjá Detroit. "Ég vildi ekki eyða öllum leikhléunum mínum of snemma og datt því í hug að reyna þetta. Ég var bara að reyna að hjálpa liðinu mínu að stöðva blæðinguna," sagði Brown. Svo virtist sem leikmönnum Detroit hefði farið að leiðast undir lok leiksins, því liðið slakaði á í varnarleiknum og þá var ekki að sökum að spyrja - LeBron James tók mikla rispu og skyndilega var orðinn fræðilegur möguleiki fyrir Cleveland að ná einhverju út úr leiknum. Heimamenn tóku þá létta rispu og gerðu fljótlega út um leikinn. "Það vill auðvitað enginn þjálfari kannast við hugtök eins og að taka rispu, en það er nú einu sinni þannig með þetta lið okkar - leikmenn okkar geta kveikt neistann og gert út um leiki á stuttum tíma," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. LeBron James skoraði 30 stig, hirti 14 fráköst og átti 7 stoðsendingar fyrir Cleveland og Drew Gooden skoraði 17 stig og hirti 8 fráköst. Rasheed Wallace skoraði 29 stig og hirti 9 fráköst hjá Detroit, Tayshaun Prince skoraði 20 stig, Rip Hamilton skoraði 17 stig, þar af 15 á vítalínunni og Chauncey Billups skoraði 15 stig og gaf 7 stoðsendingar.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Sjá meira