Innlent

Gengi krónunnar hækkað um yfir 4% á 2 dögum

Krónan styrktist verulega í dag, annan daginn í röð, og hækkaði gengi hennar um tvö og hálft prósent í kjölfar eins komma sjö prósenta hækkunar í gær. Gengi bandaríkjadals er nú komið niður undir sjötíuogeina krónu og gengi evru er í nítíuogeinni krónu. Íslensk hlutabréf hækkuðu einnig í dag eftir lækkanir síðustu daga, og hækkaði úrvalsvísitalan um 2,3 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×