Innlent

Iceland spa & fitness á Eskifjörð

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur ákveðið að ganga til samninga við einkarekin heilsuræktarfyrirtæki um rekstur líkamsræktarstöðva á Eskifirði og á Norðfirði. Iceland spa & fitness, sem rekur Baðhúsið og Sporthúsið á höfuðborgarsvæðinu, leigir rekstur líkamsræktarstöðvar á Eskifirði, en fyrir rekur fyrirtækið Aflhúsið á Reyðarfirði. Fréttavefurinn austurland.is greinir frá þessu.

 

Það er svo fyrirtækið heilsubylting sem leigir rekstur líkamsræktarstöðvarinnar á Norðfirði.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×