Innlent

Hjólað í vinnuna

Umhverfissvið Reykjavíkurborgar tekur þátt í heilsuátakinu „Hjólað í vinnuna" og hefur að því tilefni festi kaup á fjórum hjólum og hvatt starfsfólk til þess að nota hjól í styttri vinnuferðir innanbæjar.Með þessu vill Umhverfissvið sýna gott fordæmi og vonast til  að starfsmenn Umhverfissviðs noti hjólin sem vinnutæki. Þá er vonast til að  þetta geti verið gott fordæmi fyrir önnur fyrirtæki og stofnanir í Reykjavík því kjörið er að nota hjólin til að fara styttri vegalengdir. En þetta er gott ráð til að draga úr svifryksmengun í borginni með því að hvíla bílinn og nota hjólið.

Hjólunum hefur verið mjög vel tekið af starfsfólki Umhverfissviðs, og er von Pálma að notkun verði svo góð að fjárfest verði í fleirum. Það hefur góð áhrif á starfsmenn að skella sér á hjólið og hjóla á milli staða, fá sér ferst loft og hreyfa sig aðeins. Hjólin eru sprautuð neon-græn og með slagorðinu Virkjum okkur! Þetta er slagorð vitundarvakningar í umhverfismálum sem Umhverfissvið stendur fyrir. Vakningin hófst með umræðu um samgöngumál, þar sem meðal annars kom fram að 60% bílferða í Reykjavík eru innan við þrjá kílómetra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×