Leikmenn Miami fá sektir og leikbönn 29. apríl 2006 20:40 Stutt er síðan Shaquille O´Neal þurfti að punga út annari eins upphæð fyrir að gagnrýna dómara, en honum og félögum hans í Miami væri hollara að fara að einbeita sér að liði Chicago, sem er til alls líklegt í næsta leik NordicPhotos/GettyImages Leikmenn Miami Heat hafa verið meira áberandi fyrir agabrot og kveinstafi en að spila góðan körfubolta það sem af er úrslitakeppninni í ár. Udonis Haslem hefur þegar setið af sér bann fyrir að láta skapið hlaupa með sig í gönur og nú þarf Shaquille O´Neal að opna budduna og greiða háa sekt, á meðan James Posey verður í banni í næsta leik fyrir agabrot í þriðja leik liðsins við Chicago í fyrrinótt. Shaquille O´Neal hefur verið sektaður um 25.000 dollara fyrir að gagnrýna dómarana harðlega eftir tapleikinn gegn Chicago í fyrrakvöld. O´Neal átti þar líklega einhvern lélegasta leik sinn á ferlinum og var í villuvandræðum allan leikinn. Hann skoraði aðeins 8 stig og tapaði 7 boltum í leiknum. O´Neal misbauð svo dómgæslan í leiknum að hann sagði að dómararnir hefðu niðurlægt sig með dómum sínum í leiknum og þarf nú að greiða himinháa sekt fyrir. Þess ber til gamans að geta að þó gagnrýni tröllsins á dómarana hafi vissulega farið yfir strikið - hafði hann mjög mikið til síns máls því margar ákvarðanir þeirra gráklæddu í leiknum voru vægast sagt undarlegar. James Posey verður í leikbanni í fjórða leik liðanna eftir að aganefnd fór yfir atvik sem átti sér stað undir lok þriðja leiksins þegar Posey setti öxlina í Kirk Hinrich hjá Chicago í hraðaupphlaupi og braut á honum í hreinum ásetningi. Brotið átti sér einmitt stað beint fyrir framan nefið á Stu Jackson sem var á meðal áhorfenda á leiknum, en Jackson er sá sem hefur mest að gera með úrskurði aganefndarinnar í deildinni. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira
Leikmenn Miami Heat hafa verið meira áberandi fyrir agabrot og kveinstafi en að spila góðan körfubolta það sem af er úrslitakeppninni í ár. Udonis Haslem hefur þegar setið af sér bann fyrir að láta skapið hlaupa með sig í gönur og nú þarf Shaquille O´Neal að opna budduna og greiða háa sekt, á meðan James Posey verður í banni í næsta leik fyrir agabrot í þriðja leik liðsins við Chicago í fyrrinótt. Shaquille O´Neal hefur verið sektaður um 25.000 dollara fyrir að gagnrýna dómarana harðlega eftir tapleikinn gegn Chicago í fyrrakvöld. O´Neal átti þar líklega einhvern lélegasta leik sinn á ferlinum og var í villuvandræðum allan leikinn. Hann skoraði aðeins 8 stig og tapaði 7 boltum í leiknum. O´Neal misbauð svo dómgæslan í leiknum að hann sagði að dómararnir hefðu niðurlægt sig með dómum sínum í leiknum og þarf nú að greiða himinháa sekt fyrir. Þess ber til gamans að geta að þó gagnrýni tröllsins á dómarana hafi vissulega farið yfir strikið - hafði hann mjög mikið til síns máls því margar ákvarðanir þeirra gráklæddu í leiknum voru vægast sagt undarlegar. James Posey verður í leikbanni í fjórða leik liðanna eftir að aganefnd fór yfir atvik sem átti sér stað undir lok þriðja leiksins þegar Posey setti öxlina í Kirk Hinrich hjá Chicago í hraðaupphlaupi og braut á honum í hreinum ásetningi. Brotið átti sér einmitt stað beint fyrir framan nefið á Stu Jackson sem var á meðal áhorfenda á leiknum, en Jackson er sá sem hefur mest að gera með úrskurði aganefndarinnar í deildinni.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira