Innlent

Ræðst í dag hvort til setuverkfalls kemur

MYND/Valgarður Gíslason

Það ræðst á fundi klukkan fjögur í dag hvort ófaglærðir starfsmenn á tólf dvalar- og hjúkrunarheimilum á suðvesturhorninu fara í vikulangt setuverkfall og hvort til fjöldauppsagna komi. Eins og greint hefur verið frá í fréttum slitnaði upp úr kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu í fyrradag en í kjölfarið ákváðu fyrirtækin að koma til móts við kröfur starfsmanna um launahækkanir en á lengri tíma en starfsmenn vildu. Forsvarsmenn dvalar- og hjúkrunarheimilanna Eir og Skjóls hafa þó náð samningum við sína starfsmenn og kemur ekki til verkfalls þar. Hins vegar eiga starfsmenn á tólf heimilum eftir að taka ákvörðun um hvort gripið verði til aðgerða og það verður eins og fyrr segir gert í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×