Innlent

Krefst endurskoðunar á frumvarpi um Kjararáð

Alþýðusamband Íslands krefst þess að frumvarpinu um Kjararáð verði breytt og feluleiknum um kjör þingmanna hætt. Að sögn Ingibjargar R. Guðmundsdóttur, varaforseta sambandsins leggur sambandið áherslu á að þingheimur taki gagnrýni sambandsins til greina.

Eins og fram hefur komið í fréttum hér á NFS er í frumvarpinu gert ráð fyrir að Kjaradómur og Kjaranefnd verði lögð niður og þess í stað stofnuð ein nefnd, Kjararáð. Er ráðinu meðal annars ætlað að ákvarða laun þjóðkjörinna embættismanna og dómara. Alþýðusamband Íslands hefur lýst sig andvígt frumvarpinu að óbreyttu. Ingibjörg segir Alþýðusambandið leggja áherslu á það við þingheim að hann taki gagnrýni þeirra til greina. Margt gott sé í frumvarpinu en hluta þess er varði lífeyrisréttindi og burtfarakaup þjóðkjörinna einstaklinga verði að breyta og gera hann gagnsærri.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×