Miami og Clippers í góðri stöðu 25. apríl 2006 13:38 Dwayne Wade skorar hér yfir Kirk Hinrich í leiknum í gær, en Wade kláraði dæmið á síðustu sekúndunum þrátt fyrir að vera aumur í kálfa. Miami er nú komið í þægilega stöðu í einvíginu NordicPhotos/GettyImages Miami Heat og LA Clippers eru komin í góða stöðu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA eftir sigra í gær. Miami Heat lagði Chicago 115-108 og náði 2-0 forystu í einvíginu eins og LA Clippers gegn Denver eftir 98-87 sigur á heimavelli í gær. Leikur Miami og Chicago var sýndur í beinni útsendingu á NBA TV í nótt. Heimamenn höfðu frumkvæðið lengst af, en gestirnir frá Chicago neituðu að gefast upp og náðu að komast inn í leikinn á lokasekúndunum. Þá sagði Dwayne Wade hingað og ekki lengra og gerði út um leikinn. Hann skoraði 21 stig í leiknum, en þeir Shaquille O´Neal og Jason Williams skoruðu 22 stig fyrir Miami. Hjá Chicago átti Argentínumaðurinn Andres Nocioni annan stórleikinn í röð með 30 stig og hitti úr 13 af 15 skotum sínum. Kirk Hinrich skoraði 29 stig. Los Angeles Clippers vann öruggan sigur á Denver eftir að hafa náð góðri forystu snemma leiks. Cuttino Mobley skoraði 21 stig fyrir Clippers og Elton Brand skoraði 19 stig og hirti 11 fráköst. Marcus Camby skoraði 16 stig og hirti 14 fráköst fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 16 stig, en hitti afar illa úr skotum sínum. Sjónvarpsleikur kvöldsins á NBA TV er svo annar leikur Cleveland og Washington, sem hefst á besta tíma klukkan 23:00. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira
Miami Heat og LA Clippers eru komin í góða stöðu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA eftir sigra í gær. Miami Heat lagði Chicago 115-108 og náði 2-0 forystu í einvíginu eins og LA Clippers gegn Denver eftir 98-87 sigur á heimavelli í gær. Leikur Miami og Chicago var sýndur í beinni útsendingu á NBA TV í nótt. Heimamenn höfðu frumkvæðið lengst af, en gestirnir frá Chicago neituðu að gefast upp og náðu að komast inn í leikinn á lokasekúndunum. Þá sagði Dwayne Wade hingað og ekki lengra og gerði út um leikinn. Hann skoraði 21 stig í leiknum, en þeir Shaquille O´Neal og Jason Williams skoruðu 22 stig fyrir Miami. Hjá Chicago átti Argentínumaðurinn Andres Nocioni annan stórleikinn í röð með 30 stig og hitti úr 13 af 15 skotum sínum. Kirk Hinrich skoraði 29 stig. Los Angeles Clippers vann öruggan sigur á Denver eftir að hafa náð góðri forystu snemma leiks. Cuttino Mobley skoraði 21 stig fyrir Clippers og Elton Brand skoraði 19 stig og hirti 11 fráköst. Marcus Camby skoraði 16 stig og hirti 14 fráköst fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 16 stig, en hitti afar illa úr skotum sínum. Sjónvarpsleikur kvöldsins á NBA TV er svo annar leikur Cleveland og Washington, sem hefst á besta tíma klukkan 23:00.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira