Skammarleg framkoma Webber og Iverson 19. apríl 2006 07:00 Chris Webber og Allen Iverson gerðu ansi lítið úr þjálfara sínum í nótt og sýndu stuðningsmönnum Philadelphia litla virðingu með framkomu sinni. Philadelphia var í góðri stöðu með að komast í úrslitakeppnina fyrir nokkrum vikum, en klúðraði því með tilþrifum á lokasprettinum. Eigandi liðsins hefur boðað miklar breytingar á leikmannahópnum í sumar NordicPhotos/GettyImages Chris Webber og Allen Iverson eru ekki vinsælustu mennirnir í Philadelphia í dag eftir að þeir mættu of seint í síðasta heimaleik liðs síns í gærkvöldi og gerðu eiganda, þjálfara og stuðningsmenn Philadelphia 76ers að fíflum. Þeir félagar áttu reyndar báðir við smávægileg meiðsli að stríða og því stóð ekki til að láta þá spila, en þeir eiga báðir eftir að svara fyrir framkomu sína með sektum eða jafnvel leikbönnum. Maurice Cheeks þjálfari Philadelphia var nýbúinn að hrósa Iverson í hástert fyrir að vera öflugur liðsmaður í viðtali fyrir leikinn þegar einn blaðamanna benti á það að hvorki Iverson né Webber væri mættur til búningsherbergja skömmu áður en flautað var til leiks. Leikmönnum ber skylda að mæta í hús í það minnsta 90 mínútum fyrir leik. Cheeks þjálfari stormaði við það inn til búningsherbergja og sá þar treyjur þeirra Webber og Iverson hanga ósnertar á snaga. Cheeks átti vart til orð til að lýsa undrun sinni og hinn alla jafna rólegi eigandi liðsins Billy King var greinilega mjög æstur yfir uppátæki þeirra félaga, sem að sögn vitna læddust inn í höllina um leið og flautað var til leiks. Þeir eiga að sögn eiganda félagsins yfir höfði sér harðorða ræðu, sekt og jafnvel leikbann - en King sá sig tilneyddan til að biðja stuðningsmenn liðsins afsökunar á þessari dæmalausu uppákomu. Leikurinn sjálfur varð aldrei mikið fyrir augað þar sem bæði lið hvíldu lykilmenn sína - þó Philadelphia hefði líklega frekar vilja hafa þá á varamannabekknum. Það voru heimamenn sem höfðu sigur í leiknum 91-88 og var Andre Iguodala stigahæstur með 27 stig. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Chris Webber og Allen Iverson eru ekki vinsælustu mennirnir í Philadelphia í dag eftir að þeir mættu of seint í síðasta heimaleik liðs síns í gærkvöldi og gerðu eiganda, þjálfara og stuðningsmenn Philadelphia 76ers að fíflum. Þeir félagar áttu reyndar báðir við smávægileg meiðsli að stríða og því stóð ekki til að láta þá spila, en þeir eiga báðir eftir að svara fyrir framkomu sína með sektum eða jafnvel leikbönnum. Maurice Cheeks þjálfari Philadelphia var nýbúinn að hrósa Iverson í hástert fyrir að vera öflugur liðsmaður í viðtali fyrir leikinn þegar einn blaðamanna benti á það að hvorki Iverson né Webber væri mættur til búningsherbergja skömmu áður en flautað var til leiks. Leikmönnum ber skylda að mæta í hús í það minnsta 90 mínútum fyrir leik. Cheeks þjálfari stormaði við það inn til búningsherbergja og sá þar treyjur þeirra Webber og Iverson hanga ósnertar á snaga. Cheeks átti vart til orð til að lýsa undrun sinni og hinn alla jafna rólegi eigandi liðsins Billy King var greinilega mjög æstur yfir uppátæki þeirra félaga, sem að sögn vitna læddust inn í höllina um leið og flautað var til leiks. Þeir eiga að sögn eiganda félagsins yfir höfði sér harðorða ræðu, sekt og jafnvel leikbann - en King sá sig tilneyddan til að biðja stuðningsmenn liðsins afsökunar á þessari dæmalausu uppákomu. Leikurinn sjálfur varð aldrei mikið fyrir augað þar sem bæði lið hvíldu lykilmenn sína - þó Philadelphia hefði líklega frekar vilja hafa þá á varamannabekknum. Það voru heimamenn sem höfðu sigur í leiknum 91-88 og var Andre Iguodala stigahæstur með 27 stig.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira