Innlent

Hraðskreiður ökufantur í Borgarfirðinum

Ökumaður á sportbíl stakk lögregluna í Borgarnesi af í morgun á Borgarfjarðarbraut, sem liggur sunnan megin upp með Borgarfirði. Ekki er vitað nákvæmlega hvað maðurinn ók hratt en lögreglubíllinn fór mest upp í 187 kílómetra hraða, og ljóst að sportbíllinn hefur farið hraðar en það.

Hestöflin dugðu þó skammt, því maðurinn fannst skömmu síðar og var sviptur ökuleyfi á staðnum og fær kauði réttindin ekki aftur í bráð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×