Innlent

Óvæntur liðsauki

Keflavík
Keflavík MYND/Vísir

Lögreglunni í Keflavík barst óvæntur liðsauki síðla í gær þegar þegar fjallmyndarlegur dísarpáfagaukur kom á lögreglustöðina. Líklegt þykir að gauksi hafi strokið að heiman og rati ekki til baka. Eigandi páfagauksins getur komið við á varðstofunni í Keflavík og vitjað gauksins, svo hann geti notið páskanna í faðmi fjölskyldunnar.

Annars var nóttin með fjörugra móti í Reykjanesbæ í gær. Þrír þurftu að gista fangageymslur lögreglunnar. Einn fyrir óspektir á Hafnargötu, annar í tengslum við heimilisófrið og sá þriðji sem kom á lögreglustöðina í öðrum erindagjörðum. Við komuna á stöðina fór hann hins vegar að æsa sig úr hófi svo hann er enn á stöðinni og sleppur ekki fyrr en færst hefur páskafriður yfir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×