Tiger Woods er heimskur 12. apríl 2006 07:10 Segja má að kylfingurinn Tiger Woods eigi undir högg að sækja þessa dagana vegna óheppilegra ummæla sinna um púttin á Masters-mótinu um síðustu helgi NordicPhotos/GettyImages Íþróttakonan Tanni Grey Thompson frá Wales vandar Tiger Woods ekki kveðjurnar í viðtali við BBC í dag, þar sem hún fordæmir orð sem Woods lét falla þegar hann lýsti lélegum púttum sínum á Masters um helgina og kallaði þau "spastísk." Thompson segir að Woods sé heimskingi að láta annað eins út úr sér og er ekkert á þeim buxunum að fyrirgefa kylfingnum knáa þó hann hafi strax beðist afsökunar á orðum sínum. Thompson er sjálf fötluð og hefur meðal annars unnið sér það til frægðar að vinna til 11 Ólympíugulla í hjólastólaralli og þá hefur hún 6 sinnum sigrað í hjólastólaflokki London-maraþoninu - síðast árið 2002 þegar hún var nýbúin að eignast barn. "Þetta var óneitanlega dálítið heimskulegt af honum að missa svona lagað út úr sér og yfir höfuð heimskulegt að segja svona nokkuð," sagði Thompson, en umdeilt orðfæri kylfingsins fór ansi víða í beinni útsendingu í bæði útvarpi og sjónvarpi. "Hvað með öll börnin sem eru að hlusta á hann og reyna kannski að tileinka sér orðaforða hans? Ætli börnunum finnist ekki allt í lagi að nota svona orð ef sjálfur Tiger Woods talar svona? Maður hélt að hann væri ekki eins og einn af þessum ruddalegu knattspyrnumönnum sem drekka og stunda fjárhættuspil," sagði Thompson, en bætti við að líklega hefði Woods ekki ætlað sér að særa neinn með orðum sínum. "Ég hugsa að það hafi nú ekki verið ætlunin hjá honum að særa neinn, en ég er alveg handviss um að hann lætur ekkert svona lagað út úr sér aftur," sagði Thompson. Talsmaður Woods hefur gefið út yfirlýsingu og sagt að kylfingurinn biðjist afsökunar á því ef hann hafi valdið særindum með orðum sínum og segir það alls ekki hafa verið á dagskránni hjá sér. Erlendar Golf Íþróttir Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Íþróttakonan Tanni Grey Thompson frá Wales vandar Tiger Woods ekki kveðjurnar í viðtali við BBC í dag, þar sem hún fordæmir orð sem Woods lét falla þegar hann lýsti lélegum púttum sínum á Masters um helgina og kallaði þau "spastísk." Thompson segir að Woods sé heimskingi að láta annað eins út úr sér og er ekkert á þeim buxunum að fyrirgefa kylfingnum knáa þó hann hafi strax beðist afsökunar á orðum sínum. Thompson er sjálf fötluð og hefur meðal annars unnið sér það til frægðar að vinna til 11 Ólympíugulla í hjólastólaralli og þá hefur hún 6 sinnum sigrað í hjólastólaflokki London-maraþoninu - síðast árið 2002 þegar hún var nýbúin að eignast barn. "Þetta var óneitanlega dálítið heimskulegt af honum að missa svona lagað út úr sér og yfir höfuð heimskulegt að segja svona nokkuð," sagði Thompson, en umdeilt orðfæri kylfingsins fór ansi víða í beinni útsendingu í bæði útvarpi og sjónvarpi. "Hvað með öll börnin sem eru að hlusta á hann og reyna kannski að tileinka sér orðaforða hans? Ætli börnunum finnist ekki allt í lagi að nota svona orð ef sjálfur Tiger Woods talar svona? Maður hélt að hann væri ekki eins og einn af þessum ruddalegu knattspyrnumönnum sem drekka og stunda fjárhættuspil," sagði Thompson, en bætti við að líklega hefði Woods ekki ætlað sér að særa neinn með orðum sínum. "Ég hugsa að það hafi nú ekki verið ætlunin hjá honum að særa neinn, en ég er alveg handviss um að hann lætur ekkert svona lagað út úr sér aftur," sagði Thompson. Talsmaður Woods hefur gefið út yfirlýsingu og sagt að kylfingurinn biðjist afsökunar á því ef hann hafi valdið særindum með orðum sínum og segir það alls ekki hafa verið á dagskránni hjá sér.
Erlendar Golf Íþróttir Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira