Innlent

Ekki ríkisstjórnarinnar að grípa inn í

Fjármálaráðherra segir að það sé ekki ríkisstjórnarinnar að grípa inn í launadeilur til að leysa úr þeim vanda sem uppi er á dvalarheimilum aldraðra.

Starfsfólkið samþykkti á fundi í gær að boða til viku setuverkfalls, sem tekur gildi 21. þessa mánaðar. Næsta skref er fjöldauppsagnir.

Segja má að öll spjót standi nú að ríkisstjórninni og þá aðallega fjármálaráðherra. Borist hafa áskoranir frá Félag eldri borgara, Femínistafélaginu, Formanni Eflingar og oddvitum beggja stjórnarflokkanna í borginni sem vilja að ríkisstjórnin taki strax á vandanum. Samfylkingin í Reykjavík vill taka öldrunarmálin algerlega úr höndum ríkisstjórnarinnar.

Forsætisráðherra tók málið upp á ríkisstjórnarfundi í dag, þar sem farið var yfir stöðuna. Stafsfólk heimilianna mun funda með forstöðumönnum þeirra eftir 8 daga og segir fjármálaráðherra heimilin vissulega geta upp sín mál við ríkisvaldið. Ríkisstjórnin eða einstaka ráðehrrar munu þó ekkert aðhafst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×