Innlent

Magnea Þorkelsdóttir biskupsfrú látin

Magnea Þorkelsdóttir biskupsfrú, eiginkona Sigurbjarnar Einarssonar biskups, er látin, 95 ára að aldri. Fréttavefur Morgunblaðsins greindi frá þessu í kvöld.

Magnea var fædd og uppalin í Reykjavík og gekk í Kvennaskólann. Hún stundaði skrifstofustörf og vann á saumastofunni Dyngjunni. Magnea giftist Sigurbirni árið 1933. Eftir það starfaði hún sem húsfreyja.

Magnea og Sigurbjörn eignuðust átta börn og eru sex þeirra á lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×