Innlent

Hugmyndasamkeppni hleypt af stað

MYND/Stefán Karlsson

Heildar verðlaunafé í hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Vatnsmýrinnar er jafnvirði rúmra 65 milljóna íslenskra króna. Átta teymi verða valin og fá þau tækifæri til að vinna að ítarlegri útfærslu hugmynda sinna.

Verða þau valin með hugmyndasamkeppni undir nafnleynd eða með forvali þar sem tillögur eru gerðar án nafnleyndar. Hvert teymi fær verðlaun að jafnvirði um tveggja milljóna króna og um sex milljóna króna verksamning til að útfæra hugmynd sína nánar.

Hægt er að sækja keppnislýsingu á vefsíðunni vatnsmyri.is

Alþjóðleg dómnefnd metur allar tillögur og er síðasti skiladagur 23. júní en nánari vinna við útfærslu hefst 21. júlí. Lokaniðurstöður verða kynntar 4. nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×