Sport

Hamburg og Kronau/Östringen í úrslit bikarsins

Óvænt úrslit urðu í undanúrslitum þýska bikarsins í handbolta í dag þegar Krönau/Östringen lagði sterkt lið Kiel 33-31 og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum. Þar mun liðið mæta Hamburg sem sló Íslendingalið Magdeburg úr keppni 31-30. Úrslitaleikurinn fer fram strax á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×