Innlent

Ljóðasafn Sigurðar Pálssonar er komið út á búlgörsku

Ljóðasafn Sigurðar Pálssonar er komið út á búlgörsku og er það bókaútgáfan Nov Zlatorog sem gefur ljóðasafnið út. Nov Zlatorog tók til starfa 1990 og er eitt virtasta útgáfufyrirtæki Búlgaríu. Henni var upphaflega komið á fót á sovéttímanum sem neðanjarðarfyrirtæki Kiril Kadiiski sem er eitt fremsta skáld Búlgaríu en hann fékk nýlega frönsku Max Jacob verðlaunin fyrir höfundarverk sitt.

Sylviana Zlateva, sérfræðingur í norrænum málum, þýðir ljóð Sigurðar en skáldið Kadiiski hafði hönd í bagga með lokagerðina. Nýlega var hann skipaður forstjóri Centre Culturel Bulgare, Menningarmiðstöðvar Búlgaríu í París og var það eitt af hans fyrstu verkum að kynna þar ljóðasafn Sigurðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×