Innlent

Konan ekki í lífshættu

MYND/GVA

TF-SIF þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Landsspítala-Háskólasjúkrahúsi í Fossvoginum um klukkan eitt með konu sem slasaðist í umferðarslysi rétt sunnan við Laugarvatn. Lögreglunni barst tilkynning um slysið rétt eftir klukkan ellefu í dag en það átti sér stað á Laugarvatnsvegi. Konan var farþegi í bíl sem stöðvaði til að hleypa henni út. Um leið og konan kom út úr bílnum féll hún við og fór undir bílinn. Bílstjórinn tók ekki eftir því og ók því yfir konuna. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild er konan ekki í lífshættu. Hún er þó með mikla ákverka og hefur verið lögð inn á handlækningadeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×