Sport

Ólafur með fjögur mörk í sigri Ciudad

Ólafur Stefánsson skoraði fjögur mörk fyrir Ciudad Real þegar liðið bar sigurorð af þýska liðinu Flensborg í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta. Flensborg sá aldrei til sólar í leiknum og Ciudad fór með öruggan níu marka sigur af hólmi, 31-22.

Í hálfleik var staðan 17-9 en liðin eigast við á nýjan leik, í Þýskalandi, á laugardaginn í næstu viku. Liðið sem kemst áfram mætir annaðhvort Ungverska liðinu Veszprém eða spánverjanna í Portland San Antonio frá Spáni en fyrri leik þeirra lauk með 29-27 sigri ungverska liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×