Innlent

Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna meints elds í flugvél

Viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í kvöld eftir að flugmaður flugvélar frá bandaríska flugfélaginu North West sem var með 277 manns innanborðs tilkynnti um að ljós hefði kviknað í vélinn sem gæfi til kynna að eldur væri í farangursrými. Vélin var þá stödd 280 sjómílur suðsuðvestur af Ísland og óskaði flugmaðurinn eftir lendingarleyfi á Keflavíkurflugvelli. Skömmu eftir tilkynninguna slökknaði hins vegar á viðvörunarljósinu en Landhelgisgæslan og Almannavarnir voru engu að síður látnar vita af atvikinu og voru þeir aðilar í voru í viðbragðsstöðu. Vélin lenti svo klukkan sjö á Keflavíkurflugvelli heilu og höldnu þar sem hún er enn. Flugvélin var að koma frá Amsterdam á leið til Minneapolis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×