Innlent

Salerni fatlaðra eru ekki geymslur!

Nokkuð hefur borið á því að salerni fyrir fatlaða á veitingastöðum og kaffihúsum hafa verið læst og notuð sem vörugeymslur. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Klifurs, fréttablaði Sjálfsbjargar. Þetta er óásættanleg framkoma og móðgun við fatlaða, að mati Sjálfsbjargar.

Blaðamaður Klifurs segir frá því að hann hafi þurft að biðja um lykil til að fá aðgang að salerni ætluðu fötluðum og þegar dyrum var lokið upp, þá hafi aðstaðan verið full af pappakössum. Eigandi staðarins hafi borið út kassana, sallarólegur og ekki fundist þetta neitt tiltökumál fyrr en farið var að mynda aðkomuna. Einnig var rakin reynslusaga konu sem hafði verið vísað á karlaklósett á veitingastað þar sem ekki var salerni fyrir fatlaða og aðkoman að kvennaklósettinu var of þröng.

Ljóst er að víða er pottur brotinn í þessum efnum og þörf á endurbótum og sektum þegar reglur um salerni fatlaðra eru ekki virtar, eftir því sem greinarhöfundar kemst að niðurstöðu um.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×