Miðherjinn Alonzo Mourning hjá Miami Heat verður frá keppni í tvær til fjórar vikur eftir að hann reif vöðva í kálfa í leik með liðinu á miðvikudagskvöldið. Mourning hefur verið lykilmaður í liði Miami í vetur og fyllti hann skarð Shaquille O´Neal vel þegar hann meiddist í haust. Mourning hefur skorað 7,8 stig, hirt 5,5 fráköst og varið 2,66 skot að meðaltali í leik í vetur.
