Innlent

Segir suma fjölmiðla og stjórnarandstöðu hlaupa á eftir erlendum rangfærslum

Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að það væri áhyggjuefni hversu viljugir sumir fjölmiðlar og stjórnarandstaðan hefðu verið að hlaupa á eftir rangfærslum erlendra aðila um íslensk efnahagsmál.Formaður Samfylkingarinnar stóð fyrir utandagskrárumræðu um stöðu efnahagsmála en þar rakti hún meðal annars nýlegar skýrslur erlendra greiningarfyrirtækja.

Forsætisráðherra sagði það hins vegar mat ríkisstjórnarinnar að ástand efnahagsmála væri gott. Menn yrðu að bregðast við með því að koma á framfæri réttum upplýsingum um góða stöðu íslenskra efnahagsmála.

Ingibjörg Sólrún var ósátt við svörin. Þau væru í raun engin. Ríkisstjórnin skelli við skollaeyrum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×