Innlent

Umhverfissvið Rvk óskar eftir umsóknum

MYND/Pjetur Sigurðsson

Umhverfisráð Reykjavíkur hefur auglýst eftir tilnefningum til Umhverfisviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2006. Til greina kemur fyrirtæki eða stofnun sem leitast við að haga rekstri sínum í samræmi við reglur um sjálfbæra þróun. Viðurkenningin kom í hlut Borgarholtsskóla árið 2005 og var það í níunda sinn sem hún var veitt.

Tilnefningum ber að skila til Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar eigi síðar en 30. apríl 2006 að því er fram kemur í tilkynnignu frá Umhverfisráði Reykjavíkurborgar.

Borgarholtsskóli var fyrsta menntastofnunin sem hlaut viðurkenninguna. Aðrir sem hana hafa hlotið eru: Prentsmiðjan Oddi, Olíuverslun Íslands, Árvakur - útgáfufélag Morgunblaðsins, Hjá GuðjóniÓ prentsmiðja, Mjólkursamsalan, Farfuglaheimilið í Reykjavík, Umslag ehf. og Skeljungur hf.

Hægt er að nálgast allar frekari upplýsingar um Umhverfisviðurkenninguna á heimasíðu Reykjavíkurborgar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×