Innlent

Tilboð í Héðinsfjarðargöng opnuð í dag

Tékkneska vertakafyrirtækið Metrostav a.s. og Háfell ehf. stóðu sameiginlega að lægsta tilboði í gerð Héðinsfjarðarganga en tilboð í göngin voru opnuð í dag. Tilboðið hljóðaði upp á rúma fimm komma sjö milljarða og sem er um áttatíu og níu prósent af áætluðum verkkostnaði. Fimm tilboð hafa borist í verkið og tvö frávikstilboð en göngin verða þrír komma sjö kílómetrar á lengd á milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar og um sex komma níu kílómetra löng milli Ólafsfjarðar og Héðinsfjarðar. Næst lægsta tilboðið hljóðaði uppá rúma fimm komma átta milljarða króna þannig að litlu munar á tilboðunum tveimur.

Tilboðin

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×