Innlent

Kokkar berjast

Kokkar frá fjórum heimsálfum reyna að slá hverjum öðrum við í matargerðarlist og búist er við harðri keppni í uppvaski á sýningunni Matur 2006 sem haldin verður undir lok mánaðarins.

Sýningin er nú haldin í áttunda sinn en að þessu sinni verður sýningin Ferðatorg 2006 haldin samhliða henni. Markmiðið með því samstarfi er að samtvinna matargerð og ferðalög betur en gert hefur verið. Alls taka hátt í fjögur hundruð fyrirtæki þátt í sýningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×