14 leikja sigurganga Sacramento rofin 18. mars 2006 14:26 Þrátt fyrir kaldar mótttökur í Indiana þá á Ron Artest ennþá aðdáendur sem sýndu honum það í leiknum í nótt eins og þessi stúlka. Indiana Pacers stöðvaði samfellda 14 leikja sigurgöngu Sacramento Kings með 98-93 sigri í NBA körfuboltanum í nótt. Þetta var fyrsti leikur Ron Artest í Indiana síðan hann heimtaði að fá að fara frá félaginu í haust til Sacramento. Artest fékk kaldar mótttökur frá stuðningsmönnum Indiana og ekki bætti úr skák að hann átti ekkert svo sérstaklega góðan leik með Sacramento en hann skoraði 18 stig í leiknum. Áhorfendur í Indiana púuðu á Artest við kynningu á leikmönnum liðanna fyrir leikinn og fékk hann sömu móttökur í hvert sinn sem hann kom við boltann í leiknum. "Ég trúi ekki öðru en að verði tekið vel á móti Ron og ég hlakka mikið til að sjá hann. Hann er einn allra besti leikmaður sem ég hef þjálfað á ferlinum, en ég get sagt ykkur það að ég hlakka alls ekki til að mæta honum með öðru liði," sagði Rick Carlisle, þjálfari Indiana Pacers fyrir leikinn í gær og ljóst var að hann átti ekki von á því sem kom. Óvænt úrslit urðu einnig í leik næst neðsta liðsins í austurdeildinni, New York og Detroit Pistons sem eru efstir en toppliðið tapaði fyrir New York með tveggja stiga mun, 105-103. Ellefu leikir voru í NBA deildinni í gærkvöld. Cleveland Cavaliers tók á móti Portland Trailblazers. Cleveland hafði tapað þremur leikjum í röð þegar kom að leiknum gegn Portland á heimavelli í gærkvöld. Portland hafði tapað átta leikjum í röð á útivelli. Le Bron James og Drew Gooden áttu stórleik fyrir Cleveland. James skoraði 27 stig en Cleveland var tíu stigum yfir í hálfleik. Drew Gooden skoraði 23 stig og hefur ekki gert betur á tímabilinu. Hann tók auk þess fjortán fráköst. Porltand komst í raun og veru aldrei nálægt Cleveland í síðari hálfleik. Lokatölur 99-84. Þetta var sautjándi ósigur Portland í síðustu tutttugu leikjum. Cleveland er nú í fjórða sæti austurdeildar og er liðið til alls líklegt með einn besta leikmann deildarinnar innanborðs, Le Bron James. Úrslit annarra leikja urðu eftirfarandi; Cleveland - Portland 99-84 Dallas - Washington 104-94 LA Clippers vann Philadelphia 99-89 Memphis - Denver 116-102 New Jersey - LA Lakers 92-89 Orlando - Boston 84-77 San Antonio - Phoenix 108-102 Toronto - Milwaukee 97-96 Utah - Atlanta 111-101 Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Sjá meira
Indiana Pacers stöðvaði samfellda 14 leikja sigurgöngu Sacramento Kings með 98-93 sigri í NBA körfuboltanum í nótt. Þetta var fyrsti leikur Ron Artest í Indiana síðan hann heimtaði að fá að fara frá félaginu í haust til Sacramento. Artest fékk kaldar mótttökur frá stuðningsmönnum Indiana og ekki bætti úr skák að hann átti ekkert svo sérstaklega góðan leik með Sacramento en hann skoraði 18 stig í leiknum. Áhorfendur í Indiana púuðu á Artest við kynningu á leikmönnum liðanna fyrir leikinn og fékk hann sömu móttökur í hvert sinn sem hann kom við boltann í leiknum. "Ég trúi ekki öðru en að verði tekið vel á móti Ron og ég hlakka mikið til að sjá hann. Hann er einn allra besti leikmaður sem ég hef þjálfað á ferlinum, en ég get sagt ykkur það að ég hlakka alls ekki til að mæta honum með öðru liði," sagði Rick Carlisle, þjálfari Indiana Pacers fyrir leikinn í gær og ljóst var að hann átti ekki von á því sem kom. Óvænt úrslit urðu einnig í leik næst neðsta liðsins í austurdeildinni, New York og Detroit Pistons sem eru efstir en toppliðið tapaði fyrir New York með tveggja stiga mun, 105-103. Ellefu leikir voru í NBA deildinni í gærkvöld. Cleveland Cavaliers tók á móti Portland Trailblazers. Cleveland hafði tapað þremur leikjum í röð þegar kom að leiknum gegn Portland á heimavelli í gærkvöld. Portland hafði tapað átta leikjum í röð á útivelli. Le Bron James og Drew Gooden áttu stórleik fyrir Cleveland. James skoraði 27 stig en Cleveland var tíu stigum yfir í hálfleik. Drew Gooden skoraði 23 stig og hefur ekki gert betur á tímabilinu. Hann tók auk þess fjortán fráköst. Porltand komst í raun og veru aldrei nálægt Cleveland í síðari hálfleik. Lokatölur 99-84. Þetta var sautjándi ósigur Portland í síðustu tutttugu leikjum. Cleveland er nú í fjórða sæti austurdeildar og er liðið til alls líklegt með einn besta leikmann deildarinnar innanborðs, Le Bron James. Úrslit annarra leikja urðu eftirfarandi; Cleveland - Portland 99-84 Dallas - Washington 104-94 LA Clippers vann Philadelphia 99-89 Memphis - Denver 116-102 New Jersey - LA Lakers 92-89 Orlando - Boston 84-77 San Antonio - Phoenix 108-102 Toronto - Milwaukee 97-96 Utah - Atlanta 111-101
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Sjá meira