Flugmálastjórn kæmist af án ratsjárkerfis hersins 17. mars 2006 19:00 Það ylli verulegri röskun og vandræðum við flugumferðarstjórn, ef ratsjárkerfi hersins hér á landi yrði lagt niður. Framtíð kerfisins er meðal þess sem rætt verður í viðræðum Bandaríkjanna og Íslands um framtíð varnarsamningsins. Ratsjárstofnun rekur meðal annars íslenska loftvarnarkerfið, -eða Iceland Air Defense System, -sem er hluti af varnarkerfi NATÓ á Norður-Atlantshafi Það samanstendur af fjórum ratsjárstöðvum, hugbúnaðarstöð og stjórnstöð á Keflavíkurflugvelli, -ásamt tilheyrandi ljósleiðurum og tengingum. Kerfið er rekið af bandaríska flughernum einum fyrir sérstakt eyrnamerkt fjárframlag, -en það var Mannvirkjasjóður NATO sem kom upp og greiddi allan byggingakostnað og búnað íslenska loftvarnarkerfisins. Hjá ratsjárstofnun vinna nú um 80 manns, -allt Íslendingar. Að auki koma starfsmenn Kögunnar að rekstri kerfisins, -en Kögun hannaði hugbúnaðinn sem notaður er, -. Bandaríkjaher mannar hins vegar Eftirlits- og stjórnstöðina á Keflavíkurflugvelli. Ratsjárstofnun varð til vorið 1987, -meðan enn ríkti kalt stríð í veröldinni, -í kjölfar samkomulags íslenskra og bandarískra yfirvalda, -um að Íslendingar sæju um og rækju ratsjárstöðvarnar fjórar,- sem eru á Miðnesheiði, Bolafjalli, Stokksnesi og Gunnólfsvíkurfjalli. Kerfið safnar upplýsingum um flugumferð, -yfir, -og í kringum landið. Varnarliðið fær fyrst þessar upplýsingar, - sem þá eru hernaðarleyndarmál, -Hluti þeirra er síðan áframsendur til Flugmálastjórnar, þar sem þær koma að notum við að stjórna almennri flugumferð á íslenska flugumsjónarsvæðinu, -sem er eitt hið stærsta í heimi, -um fimm komma tvær milljónir ferkilómetra. Þá erum við komin að enn einum snertifletinum. Ef ef allt færi á versta veg, - varnarliðið fer, -og ef bandaríkjaher hætti að greiða fyrir rekstur Ratsjárstofnunnar, -með stórri áherslu á EF-ið, -kæmi það illa við íslensk flugmálayfirvöld? Fréttastofa leitaði svars og það var einfalt. Já, það væri vont mál, -segir fulltrúi Flugmálastjórnar, -kostnaður fyrir flugfélög myndi aukast og röskunin yrði veruleg, -En samt sem áður gætu íslensk flugmálayfirvöld sinnt flugstjórn á íslenska flugumferðarsvæðinu. Engin svör er hins vegar að fá um hvort leggja eigi Ratsjárstofnun niður, -hvorki frá stofnunni sjálfri né frá utanríkisráðuneytinu. Eftir því sem fréttastofa kemst næst, -stendur það þó ekki til í bráð. Málið er hins vegar eitt af því sem er undir í varnarviðrðum landanna. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Það ylli verulegri röskun og vandræðum við flugumferðarstjórn, ef ratsjárkerfi hersins hér á landi yrði lagt niður. Framtíð kerfisins er meðal þess sem rætt verður í viðræðum Bandaríkjanna og Íslands um framtíð varnarsamningsins. Ratsjárstofnun rekur meðal annars íslenska loftvarnarkerfið, -eða Iceland Air Defense System, -sem er hluti af varnarkerfi NATÓ á Norður-Atlantshafi Það samanstendur af fjórum ratsjárstöðvum, hugbúnaðarstöð og stjórnstöð á Keflavíkurflugvelli, -ásamt tilheyrandi ljósleiðurum og tengingum. Kerfið er rekið af bandaríska flughernum einum fyrir sérstakt eyrnamerkt fjárframlag, -en það var Mannvirkjasjóður NATO sem kom upp og greiddi allan byggingakostnað og búnað íslenska loftvarnarkerfisins. Hjá ratsjárstofnun vinna nú um 80 manns, -allt Íslendingar. Að auki koma starfsmenn Kögunnar að rekstri kerfisins, -en Kögun hannaði hugbúnaðinn sem notaður er, -. Bandaríkjaher mannar hins vegar Eftirlits- og stjórnstöðina á Keflavíkurflugvelli. Ratsjárstofnun varð til vorið 1987, -meðan enn ríkti kalt stríð í veröldinni, -í kjölfar samkomulags íslenskra og bandarískra yfirvalda, -um að Íslendingar sæju um og rækju ratsjárstöðvarnar fjórar,- sem eru á Miðnesheiði, Bolafjalli, Stokksnesi og Gunnólfsvíkurfjalli. Kerfið safnar upplýsingum um flugumferð, -yfir, -og í kringum landið. Varnarliðið fær fyrst þessar upplýsingar, - sem þá eru hernaðarleyndarmál, -Hluti þeirra er síðan áframsendur til Flugmálastjórnar, þar sem þær koma að notum við að stjórna almennri flugumferð á íslenska flugumsjónarsvæðinu, -sem er eitt hið stærsta í heimi, -um fimm komma tvær milljónir ferkilómetra. Þá erum við komin að enn einum snertifletinum. Ef ef allt færi á versta veg, - varnarliðið fer, -og ef bandaríkjaher hætti að greiða fyrir rekstur Ratsjárstofnunnar, -með stórri áherslu á EF-ið, -kæmi það illa við íslensk flugmálayfirvöld? Fréttastofa leitaði svars og það var einfalt. Já, það væri vont mál, -segir fulltrúi Flugmálastjórnar, -kostnaður fyrir flugfélög myndi aukast og röskunin yrði veruleg, -En samt sem áður gætu íslensk flugmálayfirvöld sinnt flugstjórn á íslenska flugumferðarsvæðinu. Engin svör er hins vegar að fá um hvort leggja eigi Ratsjárstofnun niður, -hvorki frá stofnunni sjálfri né frá utanríkisráðuneytinu. Eftir því sem fréttastofa kemst næst, -stendur það þó ekki til í bráð. Málið er hins vegar eitt af því sem er undir í varnarviðrðum landanna.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira