Innlent

Eldur í Guðmundi VE

Töluvert tjón varð þegar eldur kviknaði í aftari frystilest Guðmundar VE í skipasmíðastöð í Póllandi í gærkvöldi. Skipið er í eigu Ísfélags Vestmannaeyja Lengja átti skipið og voru framkvæmdir við það að hefjast þegar eldurinn kviknaði.

Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins, sagði í samtali við NFS að töluverðar skemmdir hefðu orðið á vinnsludekkinu en ekki á brú og afturskipi. Hann segir skiptið tryggt hjá skipasmíðastöðinn í Póllandi. Áætlað var að skipið kæmi aftur eftir 12 vikur en þetta muni augljóslega tefja heimkomuna.

Ægir Páll segir þetta hafa óveruleg áhrif á rekstur Ísfélagsins sem hafi 5 önnur skip í rekstri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×