Innlent

Fimm í gæsluvarðhaldi vegna gruns um stórfellt fíkniefnamisferli

MYND/Haraldur

Fimm hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 20. mars vegna gruns um stórfellt fíkniefnamisferli. Tólf manns voru handteknir í gær eftir húsleit lögreglunnar í Hafnarfirði og Kópavogi vegna gruns um fíkniefnamisferli. Leitað var í fjórum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu og tveimur iðnaðarhúsnæðum. Allir einstaklingarnir sem handteknir voru eru á þrítugs- til fertugsaldri og var sjö sleppt að loknum yfirheyrslum. Lögreglan lagði hald á ríflega fjögur kílógrömm af kannabisefnum og um 440 grömm af meintu amfetamíni við húsleitirnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×