Innlent

Bónus fékk Neytendaverðlaunin

Í tilefni af alþjóðadegi neytendaréttar í gær, 15. mars, veittu Neytendasamtökin og Bylgjan Neytendaverðlaunin 2006. Val á fyrirtæki fór fram með netkosningu, þar sem neytendur sjálfir tilgreindu hvaða fyrirtæki þeir teldu vera best að þessum verðlaunum komin.

Þau 15 fyrirtæki sem hlutu flestar tilnefningar frá neytendum komust áfram í úrslit. Samtals greiddu um 7000 neytendur atkvæði í seinni atkvæðagreiðslunni.

Það fyrirtæki sem hlaut flest atkvæði og fékk því Neytendaverðlaunin 2006 er verslunin Bónus. Þau tvö fyrirtæki sem urðu í öðru og þriðja sæti hlutu hvatningarverðlaun, en það eru Atlantsolía og Iceland Express.

Röð fyrirtækjanna var eftirfarandi:

1. Bónus

2. Atlantsolía

3. Iceland Express

4. Fjarðarkaup

5. Krónan

6. Toyota umboðið

7. OgVodafone

8. Síminn

9. Íslandsbaki

10. Landsbankinn

11. KB banki

12. Byko

13. Hagkaup

14. Húsasmiðjan

15. Elko




Fleiri fréttir

Sjá meira


×