Innlent

Dómsmálaráðherra spurður hvað Baugsmálið kostaði

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, var spurður að því á Alþingi í morgun hvort hann gæti svarað til um hvað málareksturinn í Baugsmálinu hefði kostað ríkið.

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingar, spurði hvort ráðherra gæti svarða því hve mikill tími og mannafli hefði farið í málið og hvaða önnur mál hefðu beðið hjá Ríkislögreglustjóra á meðan rannsóknin stóð.

Lúðvík Bergvinnsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt að rannsaka ásaknair um tilurð málsins. Hann telur að hefja þurfi opinbera rannsókn á þeim hluta málsins þegar meðferð þess fyrri dómstólum lýkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×