Innlent

Sýknað í öllum ákæruliðum í Baugsmálinu

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað alla sakborninga í Baugsmálinu af öllum ákæruliðum. Dómurinn var kveðinn rétt um klukkan þrjú í dag.

Sakborningum hefur verið dæmdur sakarkostnaður í málinu.

Hinir ákærðu voru ekki viðstaddir dómsuppkvaðningu.

Um var að ræða átta ákæruliði um brot sem vógu ekki þungt í meintu heildarbroti 40 ákæruliða.

Jóns Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Jóhannes Jónsson, faðir hans, og Kristín Jóhannesdóttir, systir Jóns Ásgeirs, voru sýknuð af ákærum um brot á tollalögum vegna innflutnings á bifreiðum frá Bandaríkjunum.

Jón Ásgeir, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, og tveir endurskoðendur félagsins voru einnig sýknaðir af ákærum um brot á lögum um ársreikninga.

Áður hafði Hæstiréttur vísað frá 32 ákæruliðum í málinu og eru þeir enn til rannsóknar hjá Sigurði Tómasi Magnússyni, settum saksóknara, sem leggur mat á það innan tíðar hvort ákært verði í þeim að nýju. Hann segir ekki ákveðið á þessari stundu hvort svo verður.

Sigurður Tómas segir heldur ekki ákveðið hvort dómi Héraðsdóms í dag verði áfrýjað til Hæstaréttar.

Atli Gíslason, hæstaréttarlögmaður, segir ljóst að staða Jóns Geralds Sullenberger í málinu hafi haft áhrif á niðurstöðuna. Hann segir athyglisvert að hann hafi nú fengið stöðu grunaðs manns í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×