Innlent

Reynt að höggva á hnútinn

Tekist var á um vatnalagafrumvarpið á Alþingi í kvöld.
Tekist var á um vatnalagafrumvarpið á Alþingi í kvöld. MYND/Gunnar V. Andrésson

Forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna gengu rétt fyrir kl. 22 inn á skrifstofu forseta Alþingis þar sem gerð er tilraun til að leysa þann hnút sem kominn er á umræður um vatnalagafrumvarp iðnaðarráðherra.

Stöðugir fundir hafa staðið yfir í Alþingishúsinu í kvöld. Tveir ráðherrar, forsætis- og iðnaðarráðherra hafa tekið þátt í umræðunum en forsætisráðherra fór úr húsi fyrir um klukkustund síðan.

Skömmu áður en forystumenn stjórnarandstöðunnar gengu á fund stjórnarliða töldu flestir í þinghúsinu litlar líkur á að samkomulag næðist fyrr en í fyrsta lagi seint í kvöld og jafnvel ekki. Óvíst er hverjar lyktir fundarins sem stendur nú verða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×