Innlent

Krónan réttir sig lítillega af

Krónan rétti sig lítillega af í dag, -í gríðarmiklum viðskiptum. Krónan styrktist um tæpt prósent í dag í 40 milljarða króna gjaldeyris-viðskiptum, sem er með því allra mesta sem gerist. Gengisvísitalan var í 118,40 við lokun. Evran kostar nú 84 krónur og 74 aura.

Bandaríkjadalur kostar nú 70 krónur og 87 aura, -ef miðað er við miðgengi Seðlabanka, - en kostaði tæpar 59 krónur fyrir ári. Hann hefur því hækkað um rúm 20 prósent á tólf mánuðum.

Alþýðusambandið hvetur neytendur til að vera á tánum og veita kaupmönnum aðhald. Ódýr dollari hafi skilað sér misjafnlega í lægra vöruverði én gæta þurfi að því að hækkandi gengi fari ekki beint út í verðlag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×