Innlent

65 milljónir til Vestfjarða

Húsafriðunarnefnd hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2006 og fara rúmar 65 milljónir króna til Vestfjarða. Í frétt á fréttavefnum Bæjarins besta kemur fram að tíu kirkjur á Vestfjörðum fái styrk en hæsta styrkinn, fjórar milljónir króna, fær Þingeyrarkirkja við Dýrafjörð. Gamla Faktorshúsið á Ísafirði fær fjórar milljónir króna undir liðnum hús á safnasvæði og Gamla salthúsið á Þingeyri fær sömu upphæð undir liðnum friðuð hús. Rúmlega tuttugu önnur verkefni á Vestfjörðum fá styrk úr sjóðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×