Innlent

Utanríkisráðherra í opinbera heimsókn til Danmerkur

Per Stig Møller, utanríkisráðherra Dana, og Geir H. Haarde, utanríksiráðherra Íslands.
Per Stig Møller, utanríkisráðherra Dana, og Geir H. Haarde, utanríksiráðherra Íslands.

Tveggja daga opinber heimsókn Geirs H. Haarde utanríkisráðherra og Ingu jónu Þórðardóttur, eiginkonu hans, til Danmerkur, hófst í dag. Heimsóknin hófst með fundi milli utanríkisráðherrans og danska varnarmáraráðherrans, Søren Gade. Ráðherrarnir skiptust á skoðunum um hvernig bregðast má við nýjum ógnum í ljósi breyttra aðstæðana í heimsmálum og gerði danski ráðherran sérstaklega grein fyrir nýju skipulagi Danmerkur í þeim málum. Þá var samstarfs á sviði landhegisgæslu rætt og kom Geir á framfæri þakklæti til Dana fyrir þátttöku dönsku strandgæslunnar í björgunarstarfi á Hofsjökli nýlega.

Geir fundaði einnig með Per Stig Møller, utanríkisráðherra Dana og ræddu þeir um ýmis alþjóðamál og Evrópumál. Geir tók einnig þátt í hringborðsumræðum hjá samtökum danskra iðnrekenda með fulltrúum danskra fyrirtækja að lokinni áheyrn hjá Margréti Þórhildi Danadrottningu. Þá fundaði ráðherra einnig með forseta danska þjóðþingsins.

Heimsók Geirs lýkur annað kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×