Innlent

Framsókn sameinist Samfylkingu

Framsóknarflokkurinn á að skoða af fullri alvöru nánari samvinnu, eða jafnvel sameiningu við Samfylkinguna, segir Framsóknarþingmaðurinn Kristinn H. Gunnarsson. Flokkurinn virðist, að hans mati, hafa misst forystuhlutverk sitt í íslenskum stjórnmálum.

Kristinn gerir hið pólitíska litraóf að umtalsefni á heimasíðu sinni í dag og spyr hvar Framsóknarflokkurinn eigi að staðsetja sig á hinu pólitíska sviði.

Í ár minnist menn stofnunnar bæði Alþýðuflokks og Framsóknarflokks árið 1916. Að stofnun þeirra beggja hafi komið Jónas frá Hriflu sem hafi haft ákveðna sýn um tvo flokka alþýðu sem ynnu saman. Nú, 90 árum síðar, segir í pistli Kristins, má sjá annan þessarra flokka í Samfylkingunni sem er með fjórðung til þriðjung atkvæða, en Framsóknarflokkurinn eigi hins vegar að skoða sinn gang.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×