Innlent

Harður árekstur við Hvalfjarðargöngin

Fólksbifreið lenti í hörðum árekstri við vörubíl með tengivagn á gatnamótum Akrafjallsvegar og Innnesvegar á fimmta tímanum.

Þrír voru í fólksbifreiðinni, allt unglingar. Nota þurfti klippur til að ná ökumanni hennar, 17 ára pilti, út úr bílnum og var hann fluttur mikið slasaður til aðhlynningar í Reykjavík. Farþegarnir, tveir 16 ára drengir, og ökumaður vörubílsins voru fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×