Innlent

Sækir um skráningu á bólefni gegn leghálskrabba

Lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline hefur sótt um skráningu á bóluefni til Evrópsku Lyfjastofnunarinnar fyrir bóluefni sem fyrirtækið hefur þróað gegn leghálskrabbameini. Bóluefnið sem nefnist Cervarix hefur í klíniskum rannsóknum sýnt fram á 100% vörn gegn viðvarandi sýkingu af völdum HPV-veiru sem veldur um 70% tilfella leghálskrabbameins í heiminum. Leghálskrabbamein er önnur algengasta tegund krabbameins hjá konum, en alls greinast um 500.000 tilfelli árlega. Samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands greinast að meðaltali 15 konur á ári með sjúkdóminn hérlendis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×