Innlent

Ökumaðurinn ekki í lífshættu

Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Sæbraut, laust fyrir hádegi og var Sæbrautinni lokað um tíma. Áreksturinn varð milli rútu og fólksbifreiðar á gatnamótum Súðavogar og Sæbrautar. Rútan var á leið vestur eftir Sæbrautinni þegar henni var að því er virðist ekið inn í hlið fólksbifreiðarinnar sem var að koma frá Súðavogi. Aðstæður á vettvangi benda til þess að þetta hafi verið mjög alvarlegt slys, og hefur lögreglan staðfest að svo sé.

Ökumennirnir voru einir í farartækjum sínum og var ökumaður fólksbifreiðarinnar fluttur á slysadeild með alvarlega áverka og gengst þar undir aðgerð. Hann er að sögn vakthafandi læknis á bráðadeild ekki talinn í lífshættu.

Vegna slyssins var Sæbrautinni lokað um tíma frá Kleppsmýrarvegi og Miklubraut en hún hefur nú verið opnuð fyrir umferð á ný.

Lögreglan óskar eftir því að þeir sem kunna að hafa orðið vitni að slysinu hafi samband við sig í síma 444 1130.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×