Innlent

Fleiri ökuníðingar á Akureyri nú en í fyrra

MYND/Kristján J Kristjánsson
Hátt í þrjátíu ökumenn voru sektaðir fyrir of hraðan akstur á Akureyri í gærdag, sem er langt yfir meðallagi, og frá mánaðamótum er búið að svipta fimm ökumenn réttindum vegna ofsaaksturs. Frá áramótum er Akureyrarlögreglan búin að sekta 350 ökumenn fyrir hraðakstur, sem er hátt í sex sinnum fleiri en á sama tíma í fyrra. Þá sektaði Blönduósslögreglan 85 ökumenn um helgina, sem er líka vel yfir meðallagi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×