Innlent

Rauð viðvörunarljós blikka á Íslandi

Rauð viðvörunarljós eru farin að blikka á Íslandi, segir í fyrirsögn norska blaðsins Dagens Næringsliv um helgina. Þar er meðal annars vitnað í nýlega greiningu Fitch Rating, sem leiddi til lækkunar á gengi og verðbréfum í síðustu viku. Blaðamenn blaðsins, sem voru hér við efnisöflun, segja að Ísledingar hafi með gríðarlegri lántöku, náð að kaupa nokkur eftirsóknarverð fyrirtækið í Evrópu. Nú sé erlent lánsfé hins vegar að verða dýrara og spyrja greinarhöfundar sig hvort þetta geti leitt til kreppu hjá íslensku bönkunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×